Björgunarvesti fyrir veiðimenn

F.v. Rúnar Hólm, Guðrún Rósinbergsdóttir, Ólafur Kristjánsson og Helgi Hjartarson.

Það er ekki óalgeng sjón að sumarlagi að sjá börn og fullorðna kasta spúni af Hnífsdalsbryggju. Nú geta veiðimenn, bæði ungir og aldnir, gengið að því vísu að á bryggjunni eru til staðar björgunarvesti fyrir veiðimenn. Það er Slysavarnardeildin í Hnífsdal sem stendur fyrir þessu og eru vestin geymd í sérstöku kari. Hugmyndina að karinu og björgunarvestum á Hnífsdalsbryggju átti Páll heitinn Hólm, en hann var um árabil formaður Slysavarnardeildarinnar í Hnífsdal, og er karið sett upp í minningu hans. Það voru mæðginin Guðrún Rósinbergsdóttir, eiginkona Páls, og sonur þeirra, Rúnar Hólm, sem lögðu lokahönd á uppsetningu karsins.

Fyrirtækin Hraðfrystihúsið Gunnvör, Borgarplast og Kubbur styrktu verkið oLg vill Slysavarnardeildin koma á framfæri þakklæti til þeirra.

DEILA