Betri fjarskipti með nýjum endurvarpa

Um helgina var talstöðvarendurvarpi á Drangajökli endurnýjaður. Það voru félagar úr björgunarsveitunum á Ísafirði, Bolungarvík, Suðureyri og Hólmavík sem lögðu á jökulinn á vélsleðum og jeppum á sunnudag, en endurvarpinn er í umsjá sveitanna. Á vef Björgunarfélags Ísafjarðar segir að ferðin hafi gengið vel og veður ágætt þrátt fyrir dimma þoku á köflum. Endurvarpinn er við Hrolleifsborg.

Eldri endurvarpinn hafði verið óvirkur um nokkurt skeið og með nýjum endurvarpa hafa VHF fjarskipti bæst til muna.

DEILA