Á fjallahjólum í Slóveníu

Ólöf Dómhildur, Elín Marta, Helga og Þórdís Sif

Það hefur verið hljótt um íþróttakvennahópinn Gullrillurnar sem á liðnu ári skók íþrótta- og fjölmiðlaheim Vestfjarða. Gullrillurnar eru hópur kvenna sem yfir rauðvínsglasi ákvað að skella sér í 50 km Fossavatnsgöngu og í kjölfarið að gerast Landvættur. Til að gerast Landvættur þarf að ljúka 50 km Fossavatnsgögnu, hlaupa Jökulsárhlaup (32,7km) eða Þorvaldsdalshlaup (25km), synda 2,5km Urriðavatnssund og hjóla 60km í Blue Lagoon Challenge. Meðlimir Gullrillanna voru á þessum tímapunkti misvel á sig komnar líkamlega en með sameiginlegu átaki náðu þær takmarki sínu og skörtuðu Landvættatitli þegar árið var liðið.

Þetta árið keppa Gullrillur að mismunandi afrekum, sumar ætla í Berlínarmaraþon í haust en þessa dagana eru fjórar Gullrillur í Slóveníu og takast þar á við erfiða fjallahjólaferð. Að sögn Ólafar Dómhildar Gullrillu eru þær staddar í Karavanken Geopark og hjóla þar undir stjórn Dixie sem er fjallahjólakappi sem hefur sett upp risavaxið stígakerfi á landareign sinni ásamt því að reka þar fjallahótel. Ólöf segir að Dixie sé ákaflega samfélagsþenkjandi og með virka umhverfisstefnu. Nánar má fræðast um hann í heimasíðu fyrirtækisins.

Framundan hjá þeim stöllum er svo að fara í skipulagðar hjólaferðir án leiðsögumanns.

„Við erum búnar að hjóla um Dixieland sem eru bæði single track (stígar) og fórum í flowtrail sem hjólabraut sem er hönnuð með mörgum beygjum og er góð æfing til að ná tökum á kröppum beygjum á miklum hraða. Við höfum svo síðustu daga hjólað milli hótela í Slóvensku Ölpunum og notið útsýnisins og loftslagsins. Við höfum hjólað um 30k á dag og með um það bil 1000m hækkun, sumir dagar fara þó upp í 60k og með 1500m hækkun. Við höfum hjólað í gegnum 7km löng göng í fjallinu Peca og var það mögnuð upplifun.“ Segir Ólöf að lokum.

Fylgjast má þeim stöllum á Gullrillusnappinu og sömuleiðis nota þær „hashtakið“  #mammaleikursér

DEILA