Landsframleiðsla á fyrstu þremur mánuðum ársins jókst að raungildi um 5% frá sama ársfjórðungi í fyrra. Hagvöxtur var því 5% á fyrsta ársfjórðungi. Þetta kemur fram í Hagtíðindum Hagstofu Íslands.
Þjóðarútgjöld, sem eru samtala neyslu og fjárfestingar, jukust um 3,2% á umræddu tímabili. Einkaneysla jókst um 7%, samneysla um 1,8% og fjárfesting um 2,5%. Útflutningur jókst um 5,4% á sama tíma og innflutningur jókst um 3,1%.
Árstíðaleiðrétt landsframleiðsla dróst saman um 1,9% milli fjórða ársfjórðungs 2016 og fyrsta ársfjórðungs 2017. Einkaneysla jókst um 1,7% og samneysla um 0,3% á meðan fjárfesting dróst saman um 3,8%. Innflutningur jókst um 0,9% en útflutningur dróst saman um 4,4%.