Vestri og Völsungur leika á Torfnesi

Frá leik Vestra fyrr í sumar.

Þriðji heimaleikur tímabilsins verður á Torfnesvelli á morgun þegar Vestri og Völsungur mætast í fjórðu umferð 2. deildar Íslandsmótsins í knattspyrnu. Vestri tapaði um síðustu helgi fyrir Knattspyrnufélagi Vesturbæjar eftir að hafa unnið fyrstu tvo leiki tímabilsins. Á morgun gefst liðinu tækifæri til að komast á sigurbrautina á ný með dyggum stuðningi stuðningsmanna. Völsungur er í áttunda sæti deildarinnar, hefur sigrað einn leik og tapað tveimur. Vestri erí þriðja sæti eftir tvoi sigurleiki og fyrrnefndan tapleik fyrir Knattspyrnufélagi Reykjavíkur.

 

Leikurinn hefst á morgun, laugardag, kl. 14.

DEILA