Uppsetning varnarmannvirkja fer vel af stað

Þyrla flytur búnað á topp fjallsins.

Uppsetning snjósöfnunargrinda og vindkljúfa á Patreksfirði fer vel af stað
Efni í snjósöfnunargrindur, vindkljúfa og vinnubúðir var híft upp með þyrlu á fjallið Brellur ofan byggðarinnar á Patreksfirði í síðustu viku.

Tvæ 120 m langar snjósöfnunargrindur verða settar upp á fjallinu.Til stendur að setja varnirnar upp á næstu sex vikum til að minnka snjósöfnun á upptakasvæðum annars vegar og draga úr hengjumyndun við upptakasvæðin hins vegar.

Það er Köfunarþjónustan ehf. sem vinnur verkið og Framkvæmdasýsla ríkisins hefur umsjón og eftirlit með verkefninu fyrir hönd Vesturbyggðar. Meðfylgjandi myndir tók verkefnastjóri Framkvæmdasýslunnar á staðnum.

Efni og búnaður bíður flutnings upp á fjallið.
Útsýnið af fjallinu.
DEILA