Næsta sólarhringinn verða töluverð umskipti á veðrinu, því í nótt gengur í norðaustan hvassviðri eða storm með ofankomu um landið norðanvert með snjókomu til fjalla, en slyddu á láglendi, þótt sums staðar nái að hanga í rigningu næst ströndinni. Þetta kemur fram í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands.
Á Austfjörðum og við Breiðafjörð verður úrkoma í formi slyddu og rigningu á láglendi. Um landið sunnanvert eru litlar líkur á að úrkoman falli sem slydda, nema kannski á hæstu fjallvegum. Töluvert kólnar, einkum þó nyrðra. Fer að draga úr vindi og úrkomu þegar líður á morgundaginn en áfram allhvass eða hvass vindur á fimmtudag og fremur svalt. Síðan er að sjá að hlýni aftur um helgina með fremur vætusömu veðri þótt ekki sé von á neinum sérstökum hlýindum.
Á Vestfjörðum er spáð suðvestan 5-13 m/s í dag, bjart með köflum en sums staðar þokumóða. Gengur í norðaustan
Suðvestan 5-13 og bjart með köflum en sums staðar þokumóða. Gengur í norðaustan 10-15 með lítilsháttar vætu í kvöld. Hiti 5 til 10 stig að deginum, en kólnar með kvöldinu.