Svartfuglseggin komin

Sælkerar á Ísafirði og nágrenni geta tekið gleði sína því Kári Jóhannsson fisksali hefur fengið sendingu af svartfuglseggjum. „Þau eru úr Látrabjargi. Ég kaupi þau af björgunarsveitunum fyrir vestan og þannig er maður líka að styðja gott málefni,“ segir Kári.

Nokkuð er um liðið síðan hætt var að fara í björgin á Hornströndum, en þau sáu Ísfirðingum fyrir eggjum alla tíð. „Þeir segja mér gömlu mennirnir að það voru upp undir 10 þúsund egg sem bara voru seld á Ísafirði. En í þá gömlu góðu daga voru svartfuglseggin á sama verði og hænsnaegg en það er nú heldur breytt,“ segir Kári.

DEILA