Skora á ráðherra að friða Eyjafjörð

Hags­munaaðilar í veiði, hvala­skoðun, úti­vist og sjó­mennsku hafa skorað á Þor­gerði Katrínu Gunn­ars­dótt­ur, sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra, að friða Eyja­fjörð fyr­ir sjókvía­eldi á laxi. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu. Arnarlax á Bíldudal vinnur nú að umhverfismati fyrir 10.000 tonna laxeldi í Eyjafirði.

Í áskor­un­inni seg­ir meðal ann­ars:

„Við und­ir­rituð tök­um heils­hug­ar und­ir efa­semd­ir þínar um fyr­ir­hugað sjókvía­eldi á laxi í Eyjaf­irði. Einnig lýs­um við yfir ánægju með um­mæli þín þar sem þú seg­ist vilja gæta varúðar og verja nátt­úr­una gegn um­hverf­is­spjöll­um af völd­um lax­eld­is í sjó.

Við leggj­umst al­farið gegn sjókvía­eldi á laxi í Eyjaf­irði. Fyr­ir­hugað risa­eldi á 10.000 tonn­um af laxi myndi spilla hreinni ímynd fjarðar­ins, skaða hags­muni ferðaþjón­ustu, valda smá­báta­eig­end­um búsifj­um, bitna harka­lega á villt­um Atlants­hafslaxi sem geng­ur í ár á svæðinu og að öll­um lík­ind­um eyða sjó­bleikju­stofn­um í Eyjaf­irði.“

DEILA