Fiskistofa hefur tilkynnt að strandveiðar verði óheimilar á svæði A frá og með 23. maí til mánaðamóta. Veiðidagar í maí á svæðinu verða því alls 13 í ár eða þremur fleiri en í fyrra. Að loknum 11. degi strandveiða á svæði A voru 157 tonn óveidd af 852 tonna leyfilegum afla. Mestur afli var mánudaginn 8. maí 109 tonn. Fjögur strandveiðisvæði eru á landinu og Fiskistofa hefur gefið út leyfi til 467 báta. Tæplega helmingur þeirra, eða 195 bátar, eru á svæði A.
Strandveiðisjómenn, rétt eins og aðrir sjómenn, harma hlutinn sinn, en sterk króna veldur sögulega lágu fiskverði. Landssamband smábátaeigenda hefur sagt fiskverð í upphafi strandveiði 2017 vera ígildi hamfara.