Fossavatnsganga er fyrir löngu orðin alþjóðlegur viðburður og keppendur frá 24 þjóðum tóku þátt í göngunni í ár. Stjórnendur göngunnar hafa tekið saman tölfræði yfir gönguna. Íslendingar voru að sjálfsögðu fjölmennastir, eða 517. Frá Noregi komu 132 keppendur og Bandaríkjamenn voru einnig áberandi í brautunum en alls komu 90 keppendur frá Bandaríkjunum. Frá Svíþjóð komu 40 keppendur og 36 frá Tékklandi.
Samtals voru skráðir 1069 keppendur í alla greinar Fossavatnsgöngunnar en 852 luku keppni.
639 keppendur voru skráðir til leiks 50 gönguna, en 512 hófu keppni og 495 komust í mark.