Mikil hætta á grjóthruni úr Kubba

Göngustígur ofan varnargarðs við rætur Kubba í Skutulsfirði verður lokaður næstu tvær vikur eða svo, sem og framkvæmdasvæðið allt. Hafin er grjóthreinsun ofar í fjallinu og er mjög mikilvægt að fólk virði lokanir sem settar hafa verið upp, enda er hætta á grjóthruni mjög mikil meðan á hreinsuninni stendur.

Undirbúningur fyrir uppsetningu stoðvirkja í hlíðum Kubba hófst í fyrra með umdeildri veglagningu upp fjallið. Uppsetning stoðvirkjanna hefst í sumar og verkið er á hendi ÍAV.

Heildarlengd stoðvirkjanna er um 1.992 metrar, dreift á 29 línur og bora þarf 1.400 holur fyrir bergfestur og moka fyrir 700 undirstöðum sem halda uppi grindunum.

Verklok eru áætluð í september 2018.

DEILA