Frítt í Funa á laugardag

Ísafjarðarbær og Kubbur ehf. ætla að enda grænu vikuna sem nú fer fram í sveitarfélaginu á því að bjóða einstaklingum upp á gjaldfrjálsa sorpförgun í Funa laugardaginn 27. maí á milli klukkan 12 og 16. Með þessu er verið að bjóða fólki upp á allsherjar tiltekt og hreinsun í geymslum og bílskúrum. Farmar af byggingarúrgangi eru þó ekki gjaldfrjálsir og ekki gildir gjaldfrelsi fyrir fyrirtæki. Á Suðureyri, Þingeyri og Flateyri má nýta ferðir ruslabílsins til að skila umframsorpi á meðan að pláss leyfir. Brotajárn, spilliefni, raftæki og garðaúrgang má koma með án endurgjalds allt árið um kring en gæta þarf vel að flokkun.

annska@bb.is

DEILA