Skíðagöngunefnd Skíðasambands Íslands hefur gefið út landsliðshópinn fyrir næsta vetur. Fjórir Ísfirðingar eru í landsliðinu. Albert Jónsson var valinn í A-liðið og þau Anna María Daníelsdóttir, Dagur Benediktsson og Sigurður Arnar Hannesson voru valin í B-liðið. Albert, Dagur og Sigurður Arnar voru allir í B-liðinu í vetur, en Anna María kemur ný inn í landsliðshópinn.
Þessir fræknu Ísfirðingar hafa tekið miklum framförum síðustu ár og misseri og eiga framtíðina fyrir sér. Þeir Albert, Dagur og Sigurður Arnar voru meðal efstu manna í Fossavatnsgöngunni um mánaðamótin. Anna María hefur í vetur verið við nám og æfingar í Svíþjóð.