Fjölgar í byggingariðnaði – fækkar í sjávarútvegi

Launþegum hef­ur fjölgað mest í bygg­ing­ariðnaði og ferðaþjón­ustu und­an­farið ár en þeim hef­ur hins veg­ar fækkað í sjáv­ar­út­vegi.

Á 12 mánaða tíma­bili, frá apríl 2016 til mars 2017, voru að jafnaði 16.970 launa­greiðend­ur á Íslandi og hafði þeim fjölgað um 754 (4,7%) frá síðustu 12 mánuðum á und­an. Á sama tíma­bili greiddu launa­greiðend­ur að meðaltali um 181.900 ein­stak­ling­um laun sem er fjölg­un um 8.300 (4,8%) sam­an­borið við 12 mánaða tíma­bil ári fyrr, seg­ir í frétt Hag­stofu Íslands.

Í mars voru 2.368 launa­greiðend­ur og um 10.900 launþegar í bygg­ing­ar­starf­semi og mann­virkja­gerð og hafði launþegum fjölgað um 1.200 eða um 13% frá því í mars 2016. Sömu­leiðis voru í mars 1.547 launa­greiðend­ur og um 24.000 launþegar í ein­kenn­andi grein­um  ferðaþjón­ustu og hafði launþegum fjölgað um 2.800 eða um 13% á einu ári. Launþegum hef­ur á sama tíma fjölgað um 5.900 eða um 3%.

Hafa verður í huga að í þess­um töl­um eru ekki upp­lýs­ing­ar um ein­yrkja sem eru með rekst­ur á eig­in kenni­tölu og greiða sjálf­um sér laun, en slíkt rekstr­ar­form er al­gengt í bygg­ing­ariðnaði, land­búnaði, hug­verkaiðnaði og skap­andi grein­um svo dæmi séu tek­in.

DEILA