„Fiskverð ígildi hamfara“

Smábátaeigendur eru þessa dagana rasandi yfir lágu fiskverði eftir því sem kemur fram á vef Landssambands smábátaeigenda (LS). Í gær var meðalverð á mörkuðum fyrir óslægðan þorsk 192 kr/kg. Sama dag í fyrra var verðið 236 kr/kg. „Fiskverðið nú er ígildi hamfara,“ er haft eftir Ólafi Hallgrímssyni, stjórnarmanni í LS.

Á vef LS eru borin saman fiskverð á mörkuðum og útflutingsverðmæti þorskafurða og sést að á tímabilinu janúar til mars á þessu ári lækkaði fiskverð til sjómanna og útgerða um 11 prósent frá sama tímabili árið áður. Meðlaverðmæti útfluttra þorskafurða lækkaði hins vegar um 4,2% á sama tímabili.

„Vafalaust setja menn spurningarmerki við þessar tölur og benda á varðandi útflutninginn í hvaða pakkningar þorskurinn er unninn.  Það breytir því þó ekki að verð á fiskmörkuðum virðist hafa fylgt genginu en í útflutningi hefur náðst hækkun sem fylgt hefur gengisfalli erlendra mynta gagnvart krónu,“ segir á vef LS.

 

DEILA