Bærinn felli niður gatnagerðargjöld

Byggingageirinn ásamt ferðaþjónustu kallar á aukið vinnuafl.

Bæjarráð Ísafjarðarbæjar hefur beint því til bæjastjórnar að gatnagerðargjöld af völdum íbúðarlóðum verði felld niður. Lóðirnar verða sérstaklega auglýstar í þessu skyni og skipulags- og mannvirkjanefnd verður falið að taka til umfjöllunar hvaða lóðir verði auglýstar með þessu ákvæði. Ákvæðið tekur gildi eftir samþykkt þess í bæjarstjórn og varir til 1. maí 2018 og er ekki afturvirkt. Miðað er við að framkvæmdir hefjist innan þessara tímamarka og ljúki fyrir 1. maí 2020. Niðurfellingin mun taka gildi við lokaúttekt og er gjaldfrestur veittur fram að henni. Ljúki framkvæmdum 1. maí 2020 fellur lækkunin niður.“

Á fundi bæjarstjórnar í síðustu viku var samþykkt að vísa tillögu Marzellíusar Sveinbjörnssonar, bæjarfulltrúa Framsóknarflokks, um sama efni til frekari úrvinnslu í bæjarráði og tillagan sem nú er komin fram er niðurstaða bæjarráðs.

DEILA