Á morgun verða 52 nemendur brautskráðir frá Menntaskólanum á Ísafirði. Átta nemendur ljúka réttindum A náms vélstjórnar og sjö nemendur ljúka réttindum B-náms. Einnig verða brautskráðir fimm stálsmiðir og einn sjúkraliði og alls munu 32 nemendur ljúka stúdentsprófi af bóknámsbrautum, starfsbraut og með viðbótarnámi við verknámsbraut. Útskriftarathöfnin hefst kl. 13 í Ísafjarðarkirkju og eru allir velkomnir