Katla Vigdís Vernharðsdóttir frá Suðureyri og Ásrós Helga Guðmundsdóttir fá Núpi í Dýrafirði sigruðu Músíktilraunir 2017 en úrslitakvöldið fór fram á laugardagskvöld. Dúettinn kalla þær Between Mountains. Þær voru einnig valdar söngvarar Músíktilrauna. Hljómsveitin er ekki gömul, einungis stofnuð fyrir mánuði síðan til að taka þátt í Samvest, undankeppni Samfés söngvakeppninni. Næsta skref hjá þeim stöllum er að spila á Aldei fór ég suður tónlistarhátíðinni, en síðustu ár hefur sigurvegari Músiktilrauna átt fast sæti á hátíðinni.
Katla Vigdís er dóttir Svövu Ránar Valgeirsdóttur og Vernharðs Jósefssonar og Ásrós dóttir Guðmundar Ásvaldssons og Unnar Bjarnadóttur.
Til gamans má geta að bræður Kötlu Vigdísar sigruðu í Músíktilraunum fyrir tveimur árum með hljómsveitinni Rythmatik.
smari@bb.is