Þrjú lið frá blakdeild Vestra taka nú þátt í árlegu öldungamóti í Mosfellsbæ og hafa þau öll sigrað sína leiki það sem af er mótsins. Karlaliðið lagði hina norðlensku Rima í æsispennandi oddahrinu en kvennaliðin lögðu sína andstæðinga, HK Gyðjurnar og Hauka D, sannfærandi í tveimur hrinum. Framundan er langur dagur fyrir Vestra með 9 leikjum samtals en mótinu líkur á sunnudag.
167 lið taka þátt að þessu sinni og yfir 500 leikir sem þarf að koma fyrir á þremur mótsdögum en Öldungamótið er eitt af stærstu íþróttamótum landsins, að minnsta kosti fyrir þá sem eru af barnsaldri en 30 ára aldurstakmark er á mótið.