Um þrefalt fleiri fleiri ferðamenn fengu heilbrigðisþjónustu hjá Heilbrigðisstofnun Vestfjarða í fyrra samborið við árið 2009. Alls komu 109 erlendir ferðamenn á stofnunina árið 2009 en í fyrra voru þeir 309 talsins. Þetta er meðal þess sem lesa má úr svari heilbrigðisráðherra við fyrirspurn Hönnu Katrínar Friðriksson, þingmanns Viðreisnar. Sé horft á landið allt voru komur erlendra ferðamanna á heilbrigðisstofnanir tæplega þrefalt fleiri, fóru úr 5.914 komum árið 2009 í 14.453 árið 2016.
Á tímabilinu má sjá að aukningin er mest á heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Þangað leituðu 3.256 ferðamenn í fyrra samanborið við 398 árið 2009. Fjöldi ferðamanna á Heilbrigðisstofnun Suðurlands og Norðurlands ríflega þrefaldaðist á tímabilinu. Heildargreiðslur erlendra ferðamanna fjórfölduðust á tímabilinu, námu rúmum 778 milljónum í fyrra samanborið við tæpar 177 milljónir 2009.
smari@bb.is