Styttist í frumsýningu

Það stytt­ist í frum­sýn­ingu kvik­mynd­ar­inn­ar Ég man þig sem byggð er á skáld­sögu Yrsu Sig­urðardótt­ur, en bók­in naut gríðarlegra vin­sælda og seld­ist í tæp­um 30.000 ein­tök­um. Sag­an seg­ir frá ungu pari sem er að gera upp hús á Hesteyri þegar dul­ar­full­ir hlut­ir fara að ger­ast. Á Ísaf­irði dregst hins veg­ar nýi geðlækn­ir­inn í bæn­um inn í rann­sókn á sjálfs­vígi konu sem virðist hafa verið heltek­in af syni hans. Glæ­ný stikla úr mynd­inni hef­ur nú verið sett á netið og segja má að hún lofi mik­illi spennu.

https://www.youtube.com/watch?v=C3K7B_ASJzk

DEILA