Skúrir eða slydduél í dag og á morgun

Veðurstofa Íslands gerir ráð fyrir suðvestan 5-10 m/s með skúrum eða slydduéljum. Snýst í sunnan 8-13 m/s í nótt með rigningu en vaxandi suðvestanátt í fyrramálið og verða 10-18 m/s annað kvöld, hvassast við ströndina með áframhaldandi skúrum eða éljagangi. Hiti verður 1 til 6 stig að deginum og fer kólnandi.

Snjóþekja og hálka er á flestum fjallvegum á Vestfjörðum en víðast greiðfært á láglendi, þó sumstaðar hálkublettir. Ófært er á Hrafnseyrar- og Dynjandisheiði.

annska@bb.is

DEILA