Sjómannasambandið andvígt auknum strandveiðum

Sjómannasambandi Íslands er mótfallið því að strandveiðar verði auknar frá því sem nú er. Fréttablaðið greinir frá þessu. Gunnar Guðmundsson, Pírati, hefur lagt fram tillögu um að strandveiðitímabilið verði átta mánuðir í stað fjögurra nú, og að aflaheimildir verið jafnframt auknar. Markmiðið er að styrkja smærri byggðir við sjávarsíðuna. Í umsögn Sjómannasambandsins um frumvarpið er lagst gegn þessum áformum. Þá hafa þingmenn Vinstri grænna einnig lagt til tímabundnar breytingar á strandveiðikerfinu. Breytingin felur í sér að horfið verður frá heildarpottum hvers strandveiðisvæðis og strandveiðibátum verður úthlutað 12 veiðidögum í fjóra mánuði, frá maí til ágúst – alls 48 dögum.

 

Fréttablaðið hefur eftir Valmundi Valmundssyni, formanni Sjómannasambandsins, að með því að auka aflahlutdeild strandveiðimanna sé verið að taka hlutdeild af félögum í Sjómannasambandinu, sem hafi sjómennsku að aðalatvinnu. Því leggist sambandið gegn tillögunni nú, eins og jafnan gegn tillögum af sama toga.

DEILA