Samið við Kubb um gerð aurvarnargarðs

Núverandi flóðafarvegur ofan Hjallavegs.

Eitt tilboð barst í gerð aurvarnargarðs ofan Hjallavegs á Ísafirði og var það frá Kubbi ehf. á Ísafirði. Tilboðið hljóðaði upp á 63 milljónir króna. Tilboðið reyndist hærra en kostnaðaráætlun Framkvæmdasýslu ríkisins sem hljóðar upp 56 milljónir króna. Ákvörðun hefur verið tekin að ganga til samningar við Kubb.

Auvarnargarðurinn verður 650 m langur. Í fyrri áfanga, árið 2011, var nyrðri hluti garðsins formaður og eru nú um 170 m eftir af gerð hans. Þó á enn eftir að gera stóran hluta af farveginum í nyrðri hlutanum. Í verkinu felst einnig að leggja um 570 m langan vegslóða eftir botni flóðafarvegar og meðfram vegslóðanum skal gera lækjarfarveg. Jafnframt lagning um 170 m af göngustígum sem eftir er að leggja, mótun skeringa flóðmegin við garða og frágangur. Aurvarnargarðurinn gegnir því hlutverki að stöðva grjót og verður um 5 m á hæð þ.e. frá botni í flóðafarvegi og upp á topp garðs. Garðurinn er 1,5 m breiður í toppinn og breidd flóðafarvegar í botninn er um 4 m. Í garðinn þarf nú um 7 þús. m3 efnis. Magnið sem kemur upp úr farveginum er hins vegar um 23 þús. m3. Umframefni skal ekið á tipp í Grænagarðsnámu um vegslóða ofan varnargarða sem þegar hafa verið byggðir ofan byggðar á Ísafirði, neðan Gleiðarhjalla. Verkinu skal vera að fullu lokið eigi síðar en 31. október 2017.

DEILA