Ungbarnasund hefur löngum notið vinsælda, bæði hjá foreldrum ungra barna og oftar en ekki síður hjá krílunum sjálfum sem njóta þess að busla í vatninu og vinna þau verkefni sem fyrir þau eru þar lögð. Signý Þöll Kristinsdóttir hefur síðustu ár kennt ungbarnasund á Ísafirði og er hún nú að fara af stað með ný námskeið bæði fyrir byrjendur og lengra komna. Byrjendanámskeiðið verður kennt tvisvar í viku og einu sinni í viku hjá framhaldshóp og hefjast bæði námskeiðin fimmtudaginn 27.apríl í sundlaug endurhæfingardeildar HVEST.
Tekið er við skráningum í skilaboðum á fésbókarsíðu Ungbarnasunds Signýjar, þar sem þarf að koma fram nafn barns og fæðingardagur, auk nafn foreldris og símanúmer.