Nebojsa semur við Vestra

Ingólfur Þorleifsson og Nebojsa Knezevic handsala samninginn. Mynd: vestri.is

Nebojsa Knezevic er ekki á leiðinni suður, það var staðfest á dögunum þegar hann undirritaði nýjan samning við Körfuknattleiksdeild Vestra.

Á vef Vestra kemur fram að stjórn Körfuknattleiksdeildarinnar sé afar ánægð með að hafa  tryggt sér krafta þessa hæfileikaríka leikmanns næsta tímabil. Auk þess að leika með liðinu mun Nebojsa sinna starfi aðstoðarþjálfara meistaraflokks og taka að sér þjálfun yngri flokka. Nebojsa er frábær liðsfélagi og fagmaður í körfubolta sem styrkir liðið bæði innan vallar sem utan. Hann hefur verið meðal bestu leikmanna 1. deildarinnar undanfarin þrjú ár. Á tímabilinu sem er ný lokið lék hann 19 leiki, skoraði 19 stig, tók 8 fráköst og gaf 3 stoðsendingar að meðaltali þrátt fyrir að deila stöðu sinni með öðrum erlendum leikmanni.

bryndis@bb.is

DEILA