Innanlandsflugið mikilvægt en flugvöllurinn fer

Logi Einarsson. Mynd: mbl.is / Kristinn

Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar og þingmaður frá Akureyri, segir þróun byggðar í Reykjavík þrengja svo að flugvellinum að hann þurfi að víkja. Innanlandsflug er að mati Loga lífæð fyrir  landsbyggðirnar og þess vegna sé mikilvægt að fara að gera áætlanir.

„Á meðan umræðan snýst aðeins um veru flugvallar í Reykjavík eða ekki munum við ekki ná neinum árangri. Á einhverjum tímapunkti mun flugvöllurinn fara úr Vatnsmýrinni. Því skiptir mestu að við skoðum aðra möguleika,“ segir Logi í Fréttablaðinu í dag. Hann er ekki hrifinn af málflutningi talsmanna Hjartans í Vatnsmýrinni sem og þeirra sem vilja flugvöllinn burt og telur engan árángur nást ef þessir aðilar einoki umræðuna. Logi leggur ríka áherslu á að flugvallarkostir sem Rögnunefndin skoðaði verði gaumgæfðir nánar. „Við þurfum nýtt flugvallarstæði í nágrenni Reykjavíkur sem er öllum aðilum í hag. Þá fær Reykjavík að vaxa og þróast og nýr flugvöllur yrði til nær þungamiðju Reykjavíkur,“ segir hann í viðtalinu.

Að hans mati þýðir það endalok innanlandsflugs ef flugið yrði flutt til Keflavíkur.

DEILA