Hvessir í nótt

Veðurstofan spáir austanátt og síðar norðaustan 8-15 m/s á Vestfjörðum í dag með snjókomu eða slyddu, en rigningu á sunnanverðum Vestfjörðum. Hvessir í nótt af norðaustri. Úrkomuminna á morgun, en norðaustan 10-18 annað kvöld og bætir í ofankomu. Hiti 0 til 5 stig, mildast syðst, en kólnar annað kvöld.

Færð á landinu er víðast góð en á Vestfjörðum er hálka og hálkublettir, snjóþekja og krapi, einnig er snjókoma, éljagangur og einhver skafrenningur. Hrafnseyrarheiði og Dynjandisheiði eru lokaðar, einnig er ófært í Árnesshrepp.

DEILA