Hafsteinn Már Sigurðsson, 15 ára leikmaður Vestra var valinn í lokahóp U17 landsliðs drengja í blaki sem keppir á Evrópumóti í Búlgaríu um páskana. Gísli Steinn Njálsson frá Vestra er annar tveggja varamanna sem gætu verið kallaðir til ef eitthvað kemur upp á.
Sóldís Björt Leifsdóttir Blöndal var valin sem varamaður í U16 ára lið stelpna en hún er aðeins nýorðin 13 ára og mjög efnilegur blakari. Stelpurnar keppa á Evrópumóti í Danmörku um páskana.
Allir þessir krakkar æfa í Reykjavík um næstu helgi og svo fara 12 manna hóparnir sem mynda aðalliðin af landi brott í vikunni þar á eftir.
Bryndís