Umboðsmaður Alþingis telur að vinnubrögð Matvælastofnunar við afhendingu bóluefnis til fiskeldisfyrirtækja orki tvímælis og undirbúa yfirdýralæknir og dýralæknir fisksjúkdóma nýtt ferli. Hingað til hefur dýralæknir fisksjúkdóma útvegað fiskeldisfyrirtækjum bóluefni og þegið fyrir það þóknun og þar með hugsanlega orðin vanhæfur til ráðgjafar vegna til dæmis umsókna um aukið eldi.
Forsaga málsins er sú Umboðsmanni Alþingis barst kvörtun frá Landssambandi veiðifélaga þar sem kvartað var yfir svari sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra við erindi félagsins sem fól í sér beiðni um að Ísafjarðardjúpi og Eyjafirði yrði lokað fyrir fyrir eldi á frjóum norskum eldislaxi. Kvörtunin laut m.a. að aðkomu dýralæknis fisksjúkdóma að svari ráðuneytisins en landssambandið taldi hann vanhæfan til að koma að málinu.
Viðbrögð Matvælastofnunar eru eins og áður sagði að breyta þessu vinnulagi og Gísli Jónsson, dýralæknir fisksjúkdóma hefur ákveðið að hætta að afhenda bóluefni til seiðaeldisstöðva.
Fjallað var um málið í fréttum Rúv í gærkvöldi og í kvöld mun kastljósinu vera beint að fiskeldi.
Bryndís