Er fréttin fölsk

Talsverðar umræður hafa átt sér stað um svokallaðar falsfréttir og vegna þeirra tóku margir fjölmiðlar ákvörðun um að taka ekki þátt í 1. apríl gabbfréttaskrifum. Fjölmargar síður hafa það eina markmið að framleiða bullfréttir sem síðan komast á flug þegar þeim er deilt eða aðrir fjölmiðlar bíta á agnið. Stundum er um að ræða græskulaust gaman og spaug en oft er uppspuninn í áróðursskyni. Þegar kynda þarf undir fordóma eða breyta almenningsáliti er röngum fréttum purkunarlaust dælt út.

Umfram allt þarf að vera gagnrýnin og taka ekki þátt leiknum með því að deila bullinu.

Það er International Federation of Library Associations and Institutions sem setti niður eftirfarandi atriði sem gott er að hafa í huga:

  • Skoðaðu upprunann.
  • Lestu meira.
  • Athugaðu höfundinn.
  • Heimildir.
  • Er dagsetning?
  • Er þetta grín?
  • Ertu hlutdræg(ur)?
  • Spyrðu sérfræðing.

bryndis@bb.is

DEILA