Drangsnes á Ströndum er einn af öflugustu útgerðarstöðum landsins á grásleppuvertíðinni. Vertíðin sem hófst á Ströndum í síðustu viku hefur farið rólega af stað. „Það byrjaði nú með leiðindaveðri eftir að menn lögðu fyrst og veiðin virðist vera minni og meðafli eitthvað sem er að angra menn líka. En þetta er samt allt í rétta átt og við vonumst til að þetta hressist núna þegar veðrið lagast og líður aðeins á tímann,“ segir Óskar Torfason, framkvæmdastjóri Fiskvinnslunnar Drangs í samtali við fréttamann RÚV.
Margir aðkomubátar gera út frá Drangsnesi á grásleppuvertíðinni og Óskar segir þetta halda samfélaginu gangandi á þessum árstíma. „Á þessum tíma fjölgar um helming hérna í frystihúsinu og bátunum sem eru að róa náttúrulega líka. Yfir veturinn eru kannski bara fjórir bátar, svo þrefaldast það eða meira.“
Smári