Þótt keppnistímabili meistaraflokks karla í körfubolta sé lokið er unglingaflokkur enn að í Íslandsmótinu. Unglingaflokkur er skipaður leikmönnum 21 árs og yngri, en að stórum hluta skipa liðið leikmenn meistaraflokks. Um helgina leikur flokkurinn tvo heimaleiki. Á laugardag mæta Þórsarar frá Akureyri og fer leikurinn fram kl. 18:30. Á sunnudag mæta Snæfellingar til leiks og fer sá leikur fram kl. 16:00.
smari@bb.is