Umhleypingasamt þegar líður á vikuna

Í dag verður norðaustan 8-13 m/s á Vestfjörðum, skýjað með köflum og stöku él, einkum á svæðinu norðanverðu. Á morgun má búast við hægari austanátt og björtu að mestu, en dálítil él verða annað kvöld er fram kemur í veðurspá Veðurstofu Íslands. Hiti verður um og undir frostmarki í dag, en kólnar til morguns er frost verður að 5 stigum. Hiti verður undir frostmarki fram á fimmtudag er hlýna tekur í veðri og má búast við umhleypingasöm veðri undi vikulokin.

Hálka eða snjóþekja er á flestum leiðum á Vestfjörðum.

annska@bb.is

DEILA