Um helgina verða leiknir síðustu leikir Vestra í 1. deild Íslandsmótsins í körfubolta þetta tímabilið. Tveir leikir – svokallaður tvíhöfði – fara fram í íþróttahúsinu á Torfnesi á Ísafirði og Valsmenn eru andstæðingarnir í báðum leikjum. Fyrri leikurinn er í kvöld kl. 19:15 og sá síðari á morgun laugardag kl. 16:00. Aðgangseyri er sem fyrr stillt í hóf en aðeins 1.000 krónur kostar á leikinn. Þá verða hinir rómuðu Vestraborgarar á grillinu á föstudagskvöldið.
Þótt sæti í úrslitakeppninni hafi runnið úr greipum Vestramanna eru þeir staðráðnir í að ljúka mótinu með stæl og stóla á stuðning heimamanna og hvetja alla til að mæta á leikina.