Þrettán hlutu styrk úr Afrekssjóði HSV

Auður Líf Benediktsdóttir er meðal þeirra sem hlutu styrk úr Afrekssjóði HSV, hún var einnig kosin efnilegasti íþróttamaður Ísafjarðarbæjar. Hér má sjá er hún keppti í strandblaki á Möltu síðasta sumar.

Þrettán hlutu styrk úr Afrekssjóði HSVBúið er að úthluta styrkjum til framúrskarandi ungra íþróttamanna úr Afrekssjóði HSV. Að þessu sinni bárust 13 umsóknir frá þremur félögum og var úthlutað styrkjum samtals að upphæð 1.120.000 krónum. Allir umsækjendur hlutu styrk úr sjóðnum og styrkþegarnir hafa allir verið valdir í landslið eða eru í undirbúning fyrir landsliðsferðir.

Frá Íþróttafélaginu Ívari hlaut Kristín Þorsteinsdóttir styrk. Frá blakdeild Vestra hlutu styrk þau: Auður Líf Benediktsdóttir, Birkir Eydal, Gísli Steinn Njálsson, Hafsteinn Sigurðsson, Katla Vigdís Vernharðsdóttir, Kjartan Óli Kristinsson. Frá Skíðafélagi Ísfirðinga fengu styrki: Albert Jónsson, Anna María Daníelsdóttir, Dagur Benediktsson, Pétur Tryggvi Pétursson, Sigurður Hannesson, Sólveig María Hallvarðsdóttir Aspelund.

Í frétt á vef HSV segir að fjöldi styrkumsókna sýni hve gott starf er unnið í barna og unglingastarfi hjá aðildarfélögum HSV og hefur fjöldi iðkenda sem valdir eru til verkefna innan sérsambandanna aukist frá ári til árs.

Stjórn sjóðsins getur veitt styrk ef viðkomandi keppir á eða hefur möguleika á þátttöku á Ólympíu-, Heims-, Evrópu- eða Norðurlandameistaramótum eða er valinn í landslið eða úrtök fyrir landslið. Ef hann er framarlega í íþróttagrein sinni á landsvísu eða hefur sýnt mjög góðan árangur og er líklegur til að komast í hóp bestu íþróttamanna landsins í íþróttagrein sinni. Einnig getur lið eða hópur geta fengið úthlutað ef það er framarlega í íþróttagrein sinni á landsvísu eða hefur sýnt mjög góðan árangur og líklegt til að komast í hóp bestu liða/hópa landsins í íþróttagrein sinni.

annska@bb.is

DEILA