Systkinin unnu Strompaskautið

Gísli Einar og Katrín með farandbikarana.

Ísfirsku systkinin Gísli Einar og Katrín Árnabörn sigruðu í göngumótinu Strompaskauti sem skíðagöngufélagið Ullur hélt í Bláfjöllum á laugardaginn. Í kvennaflokki voru gengnir 15 km og Katrín kom fyrst í mark á tímanum 58:18. Í karlaflokki voru gengnir 30 km sem Gísli Einar gekk á 1:30:37. Katrín er búsett í Reykjavík og keppir fyrir Ull en Gísli Einar býr á Akureyri og keppir fyrir Skíðafélag Akureyrar.

smari@bb.is

DEILA