Sveinn tekinn við Reykhólavefnum

Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli.

Sveinn Ragnarsson á Svarfhóli í Geiradal hefur tekið við sem vefstjóri Reykhólahrepps. Hann tekur við af Hlyni Þór Magnússyni sagnfræðingi sem sagði starfinu lausu í haust en hefur aðstoðað sveitarstjóra með vefinn allt til þessa dags. Sveinn tekur við vef sem notið hefur vinsælda, þá sérstaklega fyrir vönduð vinnubrögð fyrrum vefstjóra.

Heima á Svarfhóli rekur Sveinn verkstæði. Hann er fyrrverandi sveitarstjórnarmaður, fyrrverandi og núverandi göngugarpur og annálaður áhugaljósmyndari, allavega í heimabyggð og líka þó víðar væri leitað.

smari@bb.is

DEILA