Stefna á 10 þúsund tonna eldi í Eyjafirði

Eldislaxinn er drjúg tekjulind fyrir ríkissjóð.

Bílddælska fiskeldisfyritækið Arnarlax hf. hefur lagt fram drög að matsáætlun vegna 10.000 tonna laxeldis í Eyjafirði. Drögin eru unnin af verkfræðistofunni Verkís og eru aðgengileg á vefsíðu fyrirtækisins. Eldissvæðin verða fimm, beggja vegna fjarðar eins og sést á meðfylgjandi mynd. 

Í tillögu að matsáætlun er fyrirhuguðum framkvæmdum og framkvæmdasvæði lýst. Fjallað er um samræmi við gildandi skipulag og greint frá helstu áhrifaþáttum og hvaða umhverfisþætti áhersla verður lögð á í frummatsskýrslu. Lýst er fyrirliggjandi rannsóknum og gögnum er varða umhverfis- og áhrifaþætti framkvæmdar og greint frá fyrirhuguðum rannsóknum.

Fyrirtækið gerir ráð fyrir að koma sér upp aðstöðu til slátrunar og vinnslu eldislax á Eyjafjarðarsvæðinu. Þaðan verði lax sem slátrað verður fluttur á markaði. Arnarlax stefnir að því að hefja rekstur sjókvíaeldis í Eyjafirði vorið 2019 með fyrirvara um afgreiðslutíma leyfisveitinga.

smari@bb.is

DEILA