Teitur Björn Einarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi, hefur beint þeirri fyrirspurn til Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur landbúnaðarráðherra hvort ráðherrann telji að leyfi eigi heimaslátrun, ekki aðeins til eigin nota á býli heldur einnig til sölu að því gefnu að vöruvöndun og öryggi séu í fyrirrúmi. Í fyrirspurn Teits Björns er ráðherrann spurður hvort hann telji að rýmka megi reglur til að efla vöruþróun og sölu beint frá býli með það fyrir augum að auka fjölbreytileika í matvælaframleiðslu fyrir neytendur og efla atvinnu í dreifbýli og einnig hvort ráðherrann hyggist beita sér fyrir breytingum í þessa átt á kjörtímabilinu.
smari@bb.is