Smári Haraldsson forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða vann sinn síðasta dag hjá stofnuninni í gær, eftir tæp 16 ár í starfi. Smári tók við formannskeflinu árið 2001 af Jóhönnu Guðrúnu Kristjánsdóttur sem var fyrsti forstöðumaður Fræðslumiðstöðvarinnar sem stofnuð var árið 1999. Samstarfsfólk Smára kvaddi sinn gamla yfirmann með góðum gjöfum, fögrum orðum og ómældu knúsi er frá segir á vef Fræðslumiðstöðvarinnar. Svo var boðið til kaffisamsætis þar sem gestir gæddu sér á snittum og alvöru rjómatertum sem Smári hefur dálæti á frá kaffiboðum í Grunnavík.
Við starfi Smára tekur nýráðinn forstöðumaður Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða Elfa Svanhildur Hermannsdóttir.