Ra
Raforkuvinnsla á landinu í fyrra nam samtals 18.547 GWh og minnkaði um 1,3% frá árinu 2015. Notkun fædd frá flutningskerfinu, þ.e. stórnotkun, nam 14.287 GWh á árinu 2016 og minnkaði um 0,5% frá fyrra ári. Kemur þetta fram í tilkynningu frá raforkuhópi orkuspárnefndar. Þar kemur einnig fram að almenn notkun minnkaði um 4,3% og nam 3.901 GWh. Töp við flutning orkunnar frá virkjunum til almenningsveitna og stórnotenda voru 358 GWh og minnkuðu um 3,1%. Orkustofnun bendir á þrjá þætti sem skýra minnkun almennrar raforkunotkunar á síðasta ári. Í fyrsta lagi var veðurfar gott í fyrra og lofthiti í Reykjavík að meðaltali um 1,5 gráðum hærri það ár en árið á undan. Í öðru lagi var loðnuafli minni en árið 2015, en vinnsla loðnu kallar á mikla raforkunotkun og í þriðja lagi fluttist afhending raforku til gagnavers ekki fyrr en um mitt ár 2016.