Sveitarstjórn Reykhólahrepps krefst þess að staðið verði að fullu við þau fyrirheit sem gefin eru í nýsamþykktri samgönguáætlun Alþingis. Þetta kemur fram í ályktun sveitarstjórnar og tilefnið er ákvörðun Jóns Gunnarssonar að hætta við framkvæmdir í Gufudalssveit á þessu ári þvert á samgönguáætlun. „Það er óásættanlegt eftir áralanga baráttu, að núna þegar loksins hillir undir að framkvæmdir geti hafist við þjóðveg 60 í Gufudalssveit, skuli óvissa ríkja um fjármögnun verksins,“ segir enn fremur í ályktuninni. Örfáár vikur eru í Skipulagsstofnun gefi álit sitt á umhverfismati nýrrar veglínu í Gufudalssveit en málið hefur eins og alþjóð veit velkst um í kerfinu í á annan áratug og ratað alla leið til Hæstaréttar.