Veðurstofa Íslands spáir norðaustan 8-13 m/s og slyddu eða snjókomu á Vestfjörðum í dag, einkum verður ofankoman á svæðinu norðanverðu. Hiti verður nálægt frostmarki. Það léttir heldur til á morgun og þá kólnar í veðri. Á föstudag er búist við vaxandi austanátt á landinu, með 10-18 m/s síðdegis, hvassast verður við suðurströndina.
Á Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir en hálka og éljagangur á Steingrímsfjarðarheiði og snjóþekja á Þröskuldum.