Á síðasta ári var rúmlega 57 þúsund tonnum af bolfiski landað í vestfirskum höfnum og varð aukningin um 4,9% milli ára. Mest var landað í Bolungarvík og á Ísafirði eða rúmlega 19 þúsund tonnum. Þriðja stærsta löndunarhöfnin á Vestfjörðum er á Patreksfirði en 6.600 tonn af botnfiski bárust þarf á land á síðasta ári. . Reykjavíkurhöfn ber venju samkvæmt höfuð og herðar yfir aðrar löndunarhafnir hér á landi þegar horft er til löndunar á botnfiski og tæplega 90 þúsund tonn af botnfiski var landað í Reykjavík á síðasta ári.
Sú höfn sem kemur næst er Grindavíkurhöfn með 38.374 tonn, en þar varð samdráttur um 17,2% eða tæp átta þúsund tonn. Samdráttur var í afla á einstökum stöðum víða um land, að því er fram kemur á heimasíðu Fiskistofu. Mestur samdráttur í magni talið var í Grindavík og á Ísafirði þar sem hann var um 2,9 þúsund tonn. Mest jókst magnið í Hafnarfirði, um 6,3 þúsund tonn, 24%, og í Bolungarvík um fjögur þúsund tonn eða 26,4%. Aukning var í löndun á botnfiskafla á öllum landsvæðum að Suðurnesjum undanskildum. Afli á Norðurlandi vestra jókst úr tæpum 27 þúsund tonnum í rúm 29,1 þúsund tonn og á Norðurlandi eystra úr 81,8 þúsundum tonna í 88 þúsund tonn. Aukning varð í löndun á botnfiskafla á öllum landsvæðum að Suðurnesjum undanskildum en þar dróst landað magn saman um 10,2% eða um rúm 6,3 þúsund tonn og var 55.762 tonn. Á Reyðarfirði var í fyrra aðeins landað 71 kílói af botnfiski.