Landsbankinn auglýsti í gær til sölu eignarhluti í tólf óskráðum félögum. Hlutirnir eru auglýstir í samræmi við stefnu Landsbankans um sölu eigna, sem var samþykkt fyrir ári síðan. Hlutirnir eru meðal annars auglýstir í Fréttablaðinu í dag, en þeir eru ýmist í eigu bankans eða Hamla fyrirtækja ehf., dótturfélags bankans.
Meðal eignarhluta sem eru auglýstir eru 14% hlutur í fjárfestingarfélaginu Hvetjanda á Ísafirði, 21.3% hlutur í Grundarstræti ehf. sem er fasteignafélag um fasteignina Grundarstræti 1-7 í Súðavík, oft nefnt Álftaver. Einnig er auglýstur til sölu 8,5% hlutur í Vesturferðum.
smari@bb.is