Hvessir og bætir í úrkomu í nótt

Það verður norðaustanátt á Vestfjörðum í dag 5-10 m/s. Að mestu leiti verður þurrt, en smá éljagangur á norðanverðum Vestfjörðum er fram kemur í spá Veðurstofu Íslands. Það hvessir og bætir í úrkomu í nótt og má gera ráð fyrir 10-18 m/s í fyrramálið, en minnkandi vindur og stöku él annað kvöld. Hiti verður frá frostmarki að fjórum stigum. Í veðurspá fyrir landið í heild sinni á sunnudag er gert ráð fyrir austan og síðar suðaustan 13-20 m/s með slyddu og síðar talsverðri rigningu, hvassast verður syðst á landinu. Úrkomulítið um landið norðaustanvert. Hlýnar í veðri og hiti 3 til 8 stig um kvöldið. Á mánudag kólnar að nýju.

Það eru hálkublettir, hálka eða snjóþekja á nokkrum fjallvegum á Vestfjörðum en autt á láglendi.

annska@bb.is

DEILA