Bræðurnir Hilmir og Hugi Hallgrímssynir voru í dag valdir í U-15 landslið Íslands í körfuknattleik. Þeir bræður voru seint á síðasta ári valdir í landsliðsúrtak ásamt Agli Fjölnissyni liðsfélaga sínum úr bikarmeistaraliði 9. flokks Vestra og tóku þátt í æfingum á milli jóla og nýárs. U-15 landslið Íslands tekur þátt í Copenhagen Invitation mótinu í Danmörku í júní og mun Ísland tefla fram tveimur níu manna liðum á mótinu. Þjálfari landsliðsins er Ágúst S. Björgvinsson og aðstoðarþjálfari Snörri Örn Arnaldsson.
smari@bb.is