Fyrsta stiklan úr kvikmyndinni Ég man þig vekur upp ótta og skelfingu. Kvikmyndin er gerð eftir bók Yrsu Sigurðardóttur en henni er leikstýrt af Óskari Þór Axelssyni, sem leikstýrði Svartur á leik.
Handritið var skrifað af Ottó Geir Borg, Óskari Þór Axelssyni og Yrsu Sigurðardóttur en kvikmyndin fjallar um ungt fólk sem er að gera upp hús á Hesteyri á Jökulfjörðum. Á Ísafirði dregst nýi geðlæknirinn í bænum inn í rannsókn á sjálfsmorði eldri konu, en svo virðist sem hún hafi verið heltekin af syni hans sem hvarf.
Með aðalhlutvert fara Ágústa Eva Erlendsdóttir, Þorvaldur Davíð Kristjánsson, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Sara Dögg Ásgeirsdóttir, Anna Gunndís Guðmundsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson.
smari@bb.is